Útvarpsstjóri í stuði

Punktar

Páll Magnússon lætur Davíð Oddsson heyra það. Og þar er hvert orð satt. Hinn goðumlíki leiðtogi hrunsins er að skrifa sig blóðlausan frá ábyrgð á því, sem nú heitir Svokallað hrun. Páll kallar þetta sjálfsréttlætingar-þerapíu fyrrum seðlabankastjóra, sem áður gaf fjárglæframönnum Landsbankann og þar á ofan Búnaðarbankann. Sá, sem síðan leyfði bófum að stíga Hrunadansinn og tæma Seðlabankann, stundar nú svartagallsraus að sögn Páls. Sakar Davíð um mannfyrirlitningu, forheimskun og heift. Er þar hvergi ofsagt. Ritstjóri Morgunblaðsins sé í senn að tapa lestri þess, sölu þess og trausti þess.