Útvarpið

Punktar

Bezta ráðið við að bæta hag Ríkisútvarpsins væri að ráða múrara til að reisa vegg fyrir stigann og fyrir lyftuna upp úr jarðhæðinni. Síðan gæti starfsfólkið á jarðhæðinni og í kjöllurunum rekið útvarpið áfram án afskipta silkihúfna á efri hæðum. Þær voru margar ráðnar af útvarpsstjóra með hliðsjón af pólitík, en ekki af starfsgetu. Ríkisútvarpið mundi í fyrsta lagi spara laun silkihúfna og í öðru lagi spara kostnað við heimskulegar áætlanir og ráðagerðir þeirra, sem kosta mikið fé. Með þessu mundi rekstrarhalli þurrkast út og útvarpið áfram veita óbreytta þjónustu.