Nýlega hrósaði ég Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, fyrir hreinskiptið viðtal á mannamáli hér í blaðinu. Eftir að hafa heyrt kerfiskarlinn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntaráðherra þvæla í Kastljósi á þriðjudaginn, sá ég, að þær voru eins og svart og hvítt. Hún virtist telja, að mál fréttastjórans fælist í, hvort “lögformlega” væri rétt staðið að hneykslinu eða ekki. Og hún virtist gefa sér án útskýringa, að frumvarp sitt um Ríkisútvarpið mundi breyta öllu til batnaðar, án þess að nokkurt samband sé sýnilegt milli breytinganna og batnaðar.