Útskiptingar trekkja ekki

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn undirbýr enn eina útskiptingu í borginni. Hyggst taka aftur inn Framsókn og kasta Ólafi borgarstjóra. Eigendur flokksins sjá nú ofsjónum yfir skriflegu samkomulagi sínu við Ólaf um samstarf. Þeir telja sambúðina hafa verið skárri við Framsókn í fyrra. Með útskiptingu verður meirihlutinn kominn í sama horf og hann var, þegar Orkuveitan sprakk. Nema að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður ekki borgarstjóri. Með þessu hyggst Sjálfstæðisflokkurinn stöðva fylgishrun í borginni. Fylgið er komið niður fyrir 30%. En tíðar útskiptingar sannfæra kjósendur tæpast um ágæti flokka.