Almenningur gerir sér of háar hugmyndir um réttarríkið. Telur, að réttlætið nái yfir útrásarvíkinga og útrásarbankastjóra. Minna verður úr því en vonir standa til. Í fyrsta lagi eru lögin samin um sígarettuþjófa, en ekki um þá, sem stela milljörðum eða brenna. Í öðru lagi túlkast lögin af lögmönnum, sem eru margfalt hæfari en saksóknarar og dómarar. Lögmenn munu toga lögin og teygja, unz dómarar vita ekki, hvað þeir sjálfir heita. Í þriðja lagi hefur orðið til hér samtrygging valdastéttanna. Klúbbfélagar níða ekki skóinn niður hver af öðrum. Ýmsir glæfrar útrásarinnar munu því verða refsilausir.