Útlendingar sjá sannleikann

Punktar

Öllum heimsmiðlum ber saman um, að stórfrétt íslenzku kosninganna hafi verið vinstri sigur. Um þetta bera vitni fyrirsagnir Times og Telegraph, Guardian og Euronews, Wall Street Journal og New York Times, UPI og AFP, Reuters og BBC. Íslenzku dagblöðin eru á öðru máli. Fyrirsagnir þeirra eru þessar: Morgunblaðið: “Óbrúuð gjá í ESB máli.” Fréttablaðið: “Efnahagsmálin eru brýnustu verkefnin.” Í vefútgáfum íslenzku blaðanna á sunnudaginn var hvergi fyrirsögn um stórfrétt kosninganna. Eins og oftast áður varð ég að lesa erlenda fjölmiðla til að fá sannleikann um íslenzkan veruleika.