Útkallstími vegna endurlífgana hefur á tveimur áratugum lengst úr 4,9 mínútum í 6,1 mínútu. Á tíma hraðvaxandi tækni veitir heilbrigðiskerfið þjóðinni lakari þjónustu en áður á þessu sviði eins og ýmsum fleirum. Almenn innleiðing farsíma á tímabilinu hefur ekki snúið við öfugþróuninni. Hluti af skýringunni kann að vera í Neyðarlínunni, sem stundum virkar ekki sem skyldi. Auknar vegalengdir á höfuðborgarsvæðinu eru önnur skýring. Finna þarf á þessum vandræðum bæði skýringu og lausn, því að hver mínúta í hjartastoppi minnkar lífslíkur um 7-10%. Kannsski þarf þyrlur í þetta.