Fimm árum eftir að styttan af Saddam Hussein var felld í Bagdað, var sett þar útgöngubann. Það hefur gilt í marga daga. Er sönnun þess, að ástandið þar er verra en nokkru sinni. David Petraeus herstjóri sagði bandarískri þingnefnd í gær, að ófært væri að fækka í hernámsliðinu um ófyrirsjáanlegan tíma. Sönnun þess, að ástandið er verra en nokkru sinni. Sönnun þess, að her Íraka getur ekki staðið vörð um leppstjórnina. Sá her hrökklaðist frá Basra. Hvenær ætlar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylking hennar að hundskast til að lýsa yfir ógeði Íslendinga á vestrænum aðgerðum í Írak?
