Útgerðin hatar óháða vottun

Punktar

Vottun sjálfbærs sjávarútvegs hjá Marine Stewardship Council er íslenzk uppfinning. Risafyrirtækið Unilever tók upp hugmyndina og kom henni í verk árið 1997. Fyrirtækið er öflugt í matvinnslu og taldi neytendur vilja, að það fengi grænni ímynd. Vottunin var hafin í samstarfi margra aðila, þar á meðal World Wide Fund of Nature. 1600 framleiðsluvörur njóta nú vottunar MSC og fjölgar þeim ört. Norskur sjávarútvegur tók hana upp í heilu lagi. Undir forustu Friðriks J. Arngrímssonar hatast íslenzk útgerð hins vegar við vottunina. Friðrik lýgur því, að MSC sé mafískt fjárkúgunartæki.