Af bók Björgvins G. Sigurðssonar að dæma var hann einstakur. Eini maðurinn, sem ekki vissi af IceSave í Hollandi sumarið 2008. Fréttir af sókn íslenzku bankanna á hollenzkan markað höfðu birzt í flestum fjölmiðlum landsins í maí. Ráðherrann fyrrverandi upplýsir þannig, að hann hafi ekki fylgzt með fréttum. Slíkur sauður var auðvitað ekki starfhæfur sem ráðherra. Enda töldu málsaðilar á þeim tíma, að ekki tæki því að boða Björgvin á mikilvæga fundi. Jafnframt sýnir bók Björgvins, að bankaráðuneyti hans var óhæft. Fylgdist alls ekki með því, sem gerðist í bankaheiminum á örlagatíma þjóðarinnar.