Úreltur einkaréttur

Punktar

Með fyrirvara um smáa letrið hrósaði ég um daginn Þorgerði Katrínu fyrir lausn kvótagreifadeilunnar. Hefur síða reynzt vera ótímabært hrós. Hún hótaði. Hótaði sjómönnum neyðarlögum á verkfallið. Hafa raunar flestar ríkisstjórnir gert, en Þorgerður lét svo sem þetta væri ekki hótun. Raunar hafa sjómenn ekki getað gert neina samninga í fjölda ára, því ríkisstjórnir draga ætíð taum greifanna. Þeir geta látið veiða, þegar þeim sýnist, og látið stöðva veiðar, þegar þeim sýnist. Þeir hafa nefnilega úreltan einkarétt á veiðunum. Geti þeir ekki nýtt einkarétt, ætti að leyfa öðrum að leysa þá af hólmi. Brjóta þarf kvótagreifana á bak aftur.