Upplýsingar oj bara

Punktar

Áherzla Sjálfstæðisflokksins á friðlýsingu Geirs H. Haarde stafar af ótta ráðamanna hans við upplýsingar í vitnaleiðslum. Þar verði spurt um, hver vissi hvað og hver hélt hverju leyndu fyrir hverjum. Sagði Davíð til dæmis Geir frá tilboði brezka seðlabankastjórans eða hélt hann því leyndu? Allar slíkar upplýsingar skipta þjóðina máli, burtséð frá friðlýsingu Geirs. Yrði óbærilegt fyrir Flokkinn. Merkilegast við þetta er, að svartasta afturhald Vinstri grænna, Ögmundur, Jón Bjarna og Guðfríður Lilja, styðja friðlýsingu. Kannski eru þau bara sjálfvirkt að styðja sjónarmið öfgamanna í afneitun.