Næsta útþensla Rússlands eftir Georgíu verður Úkraína. Landið er í upplausn vegna samstarfsslita Viktor Jusjenko forseta og Julia Timosjenko forsætis. Jusjenko vill halla sér meira til vesturs, en Timosjenko meira til austurs. Vladimir Pútín hyggst notfæra sér klofning Úkraínu. Rússar eru fjölmennir í landinu, til dæmis á Krímskaga. Kannski verður Úkraína klofin að endilöngu eins og Abkasía og Suður-Ossetía voru klofin frá Georgíu. Stórveldisbrölt Rússlands blandast kosningunum í Bandaríkjunum. Þar vilja repúblikanar framkalla erlend stríð til að fá kjósendur til að hlaupa í faðm flokksins.
