Eftir helgina munu Hannesar Hólmsteinar heimsins hlýða á Birni Lomborga heimsins í New York. Heartland Institute heldur þá ráðstefnu um, að ekkert vont sé að gerast í umhverfinu. Stofnunin er rekin af tóbaks- og olíuiðnaði Bandaríkjanna. Fær 50 milljón krónur frá Exxon einu saman. Markmiðið er, að styrktaraðilarnir verði fyrir sem minnstu ónæði af hálfu stjórnvalda. Hún berst gegn aðgerðum til að draga úr notkun tóbaks, fyrir einkavæðingu sjúkrahúsa, afnámi opinberra trygginga. Hún gefur út rit eftir tryllta hægri spámenn. Hún er upplagður ráðgjafi fyrir róttæka ríkisstjórn okkar.
