Samfylkingin er svo uppiskroppa með skynsemi, að tveir ráðherrar hennar mæla með kosningum að vori. Segja blákalt, að ríkisstjórnin muni endurnýja umboð sitt. Tala eins og kjósendur vilji endurnýja. Ég hef enga trú á, að þeir muni þakka verk og verkleysi ríkisstjórnar. Hún hefur komið fjölda manns á vonarvöl, tugþúsundum Íslendinga, og selt afkomendur okkar í ánauð. Þetta mun koma betur fram, þegar líður fram á veturinn. Þá fyrst mun alvara málsins blasa við. Að áliðnum vetri verða fáir til að vilja endurnýja umboð stjórnarinnar. Flestir munu þá sjá, að Samfylkingin er óhæf til allra verka.