Upphafið að endalokunum

Punktar

Samfylkingarfólk fer fremst í gagnrýni á brennuvarga hrunsins. Reiði þess beinist að ráðherrum flokksins, einkum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Hún hafnar kosningum á kjörtímabilinu, segist vera í miðjum björgunarleiðangri. Sú er ekki sýn hins almenna flokksmanns. Hann telur björgun ekki munu takast, nema brennuvörgum sé vísað á dyr. Almenni flokksmaðurinn ber ekki traust til stjórnvalda. Ef Ingibjörg Sólrún kúgar flokksráðið til hlýðni á fundinum í dag, fær reiði gagnrýnenda innanflokks ekki útrás. Þá verður fundurinn upphafið að endalokunum Samfylkingarinnar sem stórflokks.