Uppáhalds-ríkisstjórnin

Punktar

Svona lítur út upphalds-ríkisstjórn mín: Katrín forsætis, Birgitta utanríkis, Inga Sæland velferðar, Þorgerður Katrín fjármála, Lilja Alfreðs innanríkis, Helga Vala dómsmála, ein kona á hvern hinna sex flokka og svo einhverjir kallar til uppfyllingar og kaffihitunar. Tími þeirra er liðinn að mestu, svo að brýnt er að hafa karlakvóta. Albaníu-Valdi flytur inn fallaxir. Katrín sættir alla ráðherrana og gefur gleðipillur í morgunmat, Birgitta sér um, að Íslandi sé hrósað nærri daglega í erlendum fjölmiðlum, Inga fær að framkvæma 100 milljarða fátækrahjálp, Þorgerður passar aurana og svo framvegis. Þessi ríkisstjórn verður alger bomba og  Áslaug Arna má vera kirkjuráðherra með bagal og mítur.