Sigmar Guðmundsson velti landlækni upp úr tjöru og fiðri í Kastljósi í gær. Geir Gunnlaugsson er nýr starfi, hafði áður gefið væntingar. Fær plús fyrir að hafa verið læknir í Afríku. Kannski gat hann hrært upp í mygluðu kerfi embættisins. Gat sagzt vera nýr í starfi og mundu laga ávísanir lyfja strax og taka leyfin af læknabófum. En emæbættið gleypti hann í staðinn með húð og hári. Var allt Kastljósið í stífri vörn fyrir læknabófa, kollegana. Embætti Landlæknis er eins og Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, gersamlega ónýtt í eftirliti. Með tugi blýantsnagara á kaupi. Dæmigerð stjórnsýsla íslenzk.