Ungbarnadauði

Punktar

Ungbarnadauði er farinn að aukast í Bandaríkjunum, himnaríki markaðshyggjunnar. Hann er orðinn sjö af þúsundi, meiri en á Kúbu og nálgast Kína. 40 ríki í hafa minni ungbarnadauða en Bandaríkin. Ísland er með minna en helming af ungbarnadauða þeirra. Þetta er bein afleiðing annars vegar af stóraukinni fátækt í Bandaríkjunum og hins vegar af árásum ríkisvaldsins á velferð í heilbrigðismálum. Institute of Medicine telur, að skortur á heilsutryggingum valdi 18.000 dauðsföllum árlega. Þetta er staða mála í landinu, sem stjórnvöld á Íslandi og ráðgjafar þeirra taka sér til fyrirmyndar. (DV)