Ungbarnadauði

Punktar

Ungbarnadauði er næstmestur í Bandaríkjunum meðal 33 iðnríkja heims, fimm börn á hvert þúsund. Aðeins Lettland hefur meiri ungbarnadauða, sex börn á hvert þúsund. Til samanburðar er ungbarnadauði helmingi minni á Íslandi, innan við þrjú börn á hvert þúsund. Samt er heilsukostnaður töluvert hærri á hvern íbúa í Bandaríkjunum en hér á landi. Þar nær opinbera kerfið ekki til tugmilljóna af fátæklingum og tugmilljóna af láglaunafólki, því að þar er hver talinn vera sjálfum sér næstur. Þar er kerfið meira eða minna einkarekið og ofboðsdýrt í rekstri.