Unga fólkið segir já

Punktar

Unga fólkið er hlynntari friðarsamningi um IceSave en gamla fólkið. Jafnvel þótt skuldavandi ríkissjóðs lendi af meiri þunga á ungum en gömlum. Sýnir sennilega, að unga fólkið telur dómstólaleið verða dýrari, þegar upp er staðið. Greinilegt er líka, að þeir, sem eru betur menntaðir og hafa hærri tekjur eru hlynntari friðarsamningi en aðrir. Ómenntaðir og atvinnulausir eru andvígari og hringja mikið í útvarp Sögu. Mér sýnist líka, að síbyljan í áróðri nei-sinna eigi að höfða til þeirra, sem eru meira fyrir garg en rök. Þess vegna megum við horfa með bjartsýni fram til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.