Undarlegar væntingar

Punktar

Ríkisstjórnin og einkum Jón Bjarnason sjávarútvegs gerðu sér undarlegar væntingar um hagsmunasátt og pólitíska sátt um kvótann. Menn gátu sagt sér það sjálfir, að engin sátt um þjóðarvilja næðist við kvótagreifa og fulltrúa þeirra á Alþingi. Enda er komið á daginn, að Sjálfstæðisflokkurinn veinar af skelfingu og Framsókn tekur undir. Aldrei átti að skipa sáttanefnd með aðild kvótagreifa. Það var bara ávísun á vandræði. Ríkisstjórnin á ætíð að gefa sér, að stjórnarandstaðan sé andvíg skerðingu sérhagsmuna. Hún gæti ekki hagsmuna fólksins, heldur þröngra sérhagsmuna. Það er sjálft eðli Flokksins.