Undarleg sáttaleið

Punktar

Athyglisvert er, að fulltrúar launafólks hafa ekki tekið sæti í Þjóðhagsráði. Það stafar af, að ríkisstjórnin hefur fyrirfram bannað ráðinu að tala um ýmis atriði, sem varða þjóðarhag. Til dæmis má ráðið ekki fjalla um notkun ríkisfjár. Þrengir auðvitað hugtakið: Þjóðarhagur. Ef ræða ætti um félagslegan stöðugleika og sátt milli stétta, þarf að ræða notkun ríkisfjár. En ríkisstjórninni er mjög illa við slíkt, því hún stefnir að rústun stofnana, einna fyrst Landspítalans. Því sitja bara seðlabankastjóri og fulltrúar atvinnurekenda með fulltrúum ríkisstjórnar og sveitarfélaga í Þjóðhagsráði. Afar undarleg leið að sátt í þjóðfélaginu. Skrípó.