Umhverfisvernd tapaði í kosningunum, þótt vinstri grænir fengju fleiri þingmenn. Níu þingmenn af rúmlega sextíu er fámennt, þegar stefnt er að stórvirkjunum og stíflum í sumum helztu gróðurvinjum landsins. Stjórnin vill sem flestar virkjanir og leyfir innflutning á erfðabreyttu fóðri til að eyðileggja landbúnaðinn. Samt eykst umhverfishugsun í þjóðfélaginu. Fyrirtæki reyna sem óðast að fegra ímynd sína. Jafnvel innihaldið líka. Bílaumboð hrósa sér af aðgerðum til að ná jafnvægi í kolefni. Við erum grænir, segja allir. Til að byrja með í auglýsingum að minnsta kosti.
