Umheimurinn er skelfdur

Punktar

Jonathan Freedland segir í Guardian, að sigur John McCain í kosningunum í Bandaríkjunum muni vekja umheiminn. Í stað þess að kenna George W. Bush um ástand heimsins, muni umheimurinn beina reiðinni að Bandaríkjunum. Hatur á Bush muni breytast í hatur á Bandaríkjunum. Alls staðar vill fólk Barack Obama sem forseta. Það sættir sig ekki við, að óbeint framhald verði á stefnu Bush. Þetta mun hafa alvarleg áhrif á samskipti Bandaríkjanna við fyrrum vinaríki sín. Það er sanngjarnt. Munið, að Bush var endurkjörinn. Við eigum að kenna bandarískum kjósendum um djöfulskapinn í heiminum.