Fundið var upp á að skipta um nafn á góðu og gamalgrónu fyrirtæki, þar sem ég keypti stundum pappakassa. Áður hét það Kassagerðin, sem var einfalt og auðskiljanlegt heiti, sem beindi mér á réttan stað. Eftir breytinguna hét hún Umbúðalausnir. Ef ég hefði ekki vitað, hvar Kassagerðin var, hefði ég ekki leitað pappakassa hjá Umbúðalausnum. Svo eru til Flutningalausnir og bráðum heitir rakarinn minn Klippingalausnir. Markaðsfræðingar koma að fyrirtækjum, setja þar upp þjónustudeildir fyrir starfsfólk á háu kaupi, sem leysa vanda í stað þess að selja kassa og klippingu.