Vísindamenn hafa fundið enn einn týnda hlekkinn í þróunarsögunni. Í grein í nýjasta tölublaði Nature er fjallað um dýr, sem fannst steingert á Ellesmere eyju í Kanada og var mitt á milli fisks og landdýrs. Áður hafa fundizt ýmsir týndir hlekkir milli manns og apa. Allir þessir fundir staðfesta þróunarkenninguna. Engar rannsóknir staðfesta hins vegar sköpunartilgátuna, sem þó sækir fram á vegum róttækt kirkjusinnaðra skólanefnda í Bandaríkjunum, með bókabrennum og brottrekstri eins og á miðöldum í Evrópu.