Sigmundur Davíð lofaði krónuna hástöfum í eyru þjóðarinnar, en hljóp sjálfur með fé sitt burt að redda gjaldeyri til að fela í skattaskjóli á aflandseyju. Hefði fólk trúað honum, ef hann hefði sagt satt? Sigmundur Davíð sagði flott að semja við hrægamma um 400 milljarða afslátt af stöðugleikagjaldi. Hefði það náð fram að ganga, ef hann hefði sagt fólki, að hann væri sjálfur hrægammur? Í öllum verkum gengur Sigmundur Davíð erinda sjálfs sín og auðgreifanna. Hefðu kjósendur stutt hann, ef þeir hefðu vitað af því? Sigmundur Davíð er siðlaus lýðskrumari. Í viðtalinu við sænska sjónvarpið sást þó vel, að hann stígur samt ekki í vitið.