Tvöfalt gengi étur evrur

Punktar

Gengi íslenzku krónunnar hefur erlendis verið 220 krónur á evruna, jafnvel 260 krónur. Innanlands er gengið skráð á 146 krónur á evruna. Þetta misræmi er alltof mikið. Seðlabankinn heldur uppi óraunhæfu gengi með skömmtun og höftum. Ekki er von, að gjaldeyrir skili sér í bankann. Af þessari ástæðu er stríður straumur gjaldeyris úr bankanum. Þetta endar með skelfingu. Ég hélt, að norskur seðlabankastjóri mundi stöðva ruglið, en hann hefur ekki gert það enn. Betra er að viðurkenna staðreyndir og taka skellinn strax, en vænta þá betri tíma með blóm í haga. Með tvöföldu gengi kemur batinn aldrei.