Tvö ný stríð hafin

Punktar

George W. Bush forseti og Dick Cheney varaforseti eru komnir í stríð við Pakistan og Sýrland. Nokkrum dögum fyrir forsetakosningar. Byrjaðar eru loftárásir og strandhögg þyrlusveita. Engan hernaðarlegan tilgang hefur að fara í þessi stríð, auk stríðs við Afganistan og Írak. Tilgangurinn er að bæta líkur John McCain í kosningabaráttunni heima fyrir. Það lendir svo á Barack Obama að hreinsa til í pólitísku rústunum. Bush er gereyðingarvopn eins og Davíð Oddsson og verður það fram á síðustu mínútu embættistímans.