Tvisvar brá mér

Punktar

Ég man, hvað mér brá, þegar ég fattaði, að New York Times er málpípa banka og fjármagns. Hafði áður dundað við að lesa erlendar fréttir blaðsins og kjallaragreinar. Einkum þær, sem birtist í International Herald Tribune. Í nokkur ár hef ég vitað betur. Að New York Times er málgagn yfirstéttarinnar, sem hefur 1% af fólkinu og 99% af peningunum. Síðan hallaði ég mér að brezka Guardian, sem virtist óhlutdrægara. Aftur brá mér í morgun, þegar ég sá, að Guardian birti ekki nýjustu uppljóstranir Wikileaks. Þá fattaði ég loksins, að jafnvel Guardian er hrætt við þessa fáu, sem ráða ríkjum bakvið lýðræðið.