Var í morgun búinn að bíða á biðstofu í kortér eftir hálftíma meðferð í sjúkraþjálfun. Sá næsti á eftir mér var kominn. Í hroka mínum stóð ég upp og gekk út. Í útidyrunum sá ég trukk bakka inn í hliðina á bílnum mínum. Náði númerinu, fékk tjónaskýrslu og slepp skaðlaust. Var í gær búinn að kaupa nýjan bíl, þann stærsta og dýrasta á ævinni. Vegna fjarvistar manns fæ ég hann ekki afhentan fyrr en eftir helgi. Var því enn á gamla bílnum. Þannig var ég ekki á nýja bílnum í morgun og sá tjónið gerast. Er hægt að vera meira heppinn en tvöfalt á einum og sama deginum?