Gaman er fyrir Steingrím J. Sigfússon að fá óformlegt tilboð um að verða fjármálastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Um leið lúmskt gaman fyrir þá, sem þekkja fyrri afstöðu Steingríms til sjóðsins. Tilboðið sýnir, að sjóðurinn telur Steingrím hafa staðið sig vel við að endurreisa hagkerfi landsins eftir hrunið. Segir þó tæpast alla söguna, því að sjóðurinn situr ekki inni með alla vizku endurreisnar. Joseph Stiglitz var aðalhagfræðingur sjóðsins og skrifaði síðan bók um bresti hans. Hér hefur líka verið kvartað yfir, að bankarnir voru ekki siðvæddir. Hrósið til Steingríms er tvíeggjað.