Óraunhæft er að ræða við evrópsk ríki um samstarf að varnarmálum Íslands. Ríki Evrópu eru yfirleitt ekki áhugasöm um varnir, enda hafa kjósendur þar að mestu misst áhuga á þeim. Við fáum tæpast nokkuð frítt frá Evrópu, sem Bandaríkin tíma ekki að borga, þrátt fyrir heimsveldi þeirra. En ekki er síður óraunhæft að væla utan í USA, sem er hættulegasta hryðjuverkaríki heimsins um þessar mundir, andstæðingur flestra hugsjóna, sem einkennt hafa Vesturlönd í hálfa öld. Það er sjúklegt að biðja Bush og Rumsfeld, Cheney og Rice um aðstoð, af hverju þá ekki IRA eða Sinn Fein, alKaída eða Ísrael.