Tvennt óraunhæft

Punktar

Óraunhæft er að ræða við evrópsk ríki um samstarf að varnarmálum Íslands. Ríki Evrópu eru yfirleitt ekki áhugasöm um varnir, enda hafa kjósendur þar að mestu misst áhuga á þeim. Við fáum tæpast nokkuð frítt frá Evrópu, sem Bandaríkin tíma ekki að borga, þrátt fyrir heimsveldi þeirra. En ekki er síður óraunhæft að væla utan í USA, sem er hættulegasta hryðjuverkaríki heimsins um þessar mundir, andstæðingur flestra hugsjóna, sem einkennt hafa Vesturlönd í hálfa öld. Það er sjúklegt að biðja Bush og Rumsfeld, Cheney og Rice um aðstoð, af hverju þá ekki IRA eða Sinn Fein, alKaída eða Ísrael.