Tveir virkir ráðherrar

Punktar

Tveir ráðherrar íhaldsstjórnarinnar ætla að skera sig úr aðgerðaleysinu og starfa eins og aktívistar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að stöðva einkavinavæðingu fyrri ríkisstjórnar. Vill fylgja þeim eindregna þjóðarvilja, að heilsugeirinn verði rekinn af opinberum aðilum. Annar ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlinda, hyggst líka starfa sem aktívisti. Hann vill þjóðgarð, engar raflínur á hálendinu og ekki virkja í óbyggðum á Vestfjörðum. Hann er líka vís til að dempa þingeyskar hugsjónir um 60 orkuver í sýslunni. Þessi tvö mál, heilsa landsmanna og verndun hálendis eru núna öndvegisþarfir Íslendinga.