Tveir vinnufúsir af tvöhundruð

Punktar

Tvöhundruð málarar eru atvinnulausir og tveir þeirra sækja um auglýsta vinnu. Þetta er bezta dæmið um, að atvinnuleysisskráning er brengluð. Sumir eru að vinna svart, miklu fleiri en Vinnumálastofnun segir. Í haust tæmist atvinnuleysissjóðurinn, svo að ekki er seinna vænna að ná tökum á skráningu atvinnulausra. Nauðsynlegt er að hreinsa til í skráningunni. Peningar af skornum skammti eiga að renna til þeirra, sem þá þurfa og eiga rétt á þeim. Hingað til hafa gagnaðgerðir Vinnumálastofnunar verið fúskið eitt. Áberandi framkvæmdir við tónlistar-monthúsið í höfninni hafa verið unnar á svörtu.