Tvöhundruð málarar eru atvinnulausir og tveir þeirra sækja um auglýsta vinnu. Þetta er bezta dæmið um, að atvinnuleysisskráning er brengluð. Sumir eru að vinna svart, miklu fleiri en Vinnumálastofnun segir. Í haust tæmist atvinnuleysissjóðurinn, svo að ekki er seinna vænna að ná tökum á skráningu atvinnulausra. Nauðsynlegt er að hreinsa til í skráningunni. Peningar af skornum skammti eiga að renna til þeirra, sem þá þurfa og eiga rétt á þeim. Hingað til hafa gagnaðgerðir Vinnumálastofnunar verið fúskið eitt. Áberandi framkvæmdir við tónlistar-monthúsið í höfninni hafa verið unnar á svörtu.