Ekki er unnt að lýsa stjórnmálaþróun Spánar eftir endurreisn konungsveldisins en sem hreinu kraftaverki. Juan Carlos konungur sýndi frábæra dómgreind og dirfsku fyrir rúmu ári, þegar hann gerði Adolfo Suarez að forsætisráðherra sínum.
Síðan hefur Spánn kollsteypzt inn í lýðræðiskerfi Vestur-Evrópu. Hvað eftir annað hafa þeir félagar, Carlos konungur og Suarez forsætisráðherra, rekið hnífinn í bak hinna fyrri valdastétta Frankó-tímans og tímasett aðgerðir sínar svo vel, að gamlingjarnir vissu ekki, hvaðan á sig stóð veðrið.
Hver hefði trúað því fyrir rúmu ári, að Spánn væri nú orðinn að venjulegu lýðræðisríki, búinn að komast í gegnum frjálsar kosningar? Hver hefði trúað því, að inngróin ör borgarastyrjaldarinnar mundu hverfa á einu ári og að strikað yrði yfir Frankó-tímann eins og hverja aðra tímaskekkju?
Vissulega hafa Carlos og Suarez vandamál. En þau eru svipuð vandamálum ýmissa annarra ríkja Vestur-Evrópu, til dæmis Bretlands. Þeir þurfa að fást við verðbólgu, launakröfur og kröfur um sjálfsstjórn héraða. En þessi jarðbundnu vandamál eru barnaleikur í sambandi við óleysanleg kerfisvanda. mál Frankó-tímans.
Engir stjórnmálamenn Vesturlanda eiga glæstari feril á undanförnu ári en einmitt Carlos og Suarez.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið