Tveir kvenbófar

Punktar

Dómsmála- og forsætisráðherra skilja ekki, að sú fyrri er dæmd lögbrjótur. Hefur í tvígang reynt að skipa flokks-kvígildi í stöðu dómara. Svipað hafa pólitískir bófar reynt að gera í Austur-Evrópu. Ráðherra getur ekki metið, hvaða lögum hún megi hafna. Getur ekki heldur samið eigin verklagsreglur sér í hag. Í þessu máli skortir ekki verklagsreglur, heldur skortir vilja til að fara að lögum og rétti. Sigríður Andersen er fasisti eins og svo margir félagar bófaflokksins. Hún ræðst gegn lýðræðislegri reglu um sjálfstæði dómstóla. Forsætis getur ekki stutt hana í glæpnum á þeirri forsendu að hún hafi sjálf áður látið slíkan verknað átölulausan.