Tveir flokkar segja Nei

Punktar

Á föstudaginn höfnuðu Píratar öllum tillögum Sigmundarefndar um stjórnarskrána í almennri atkvæðagreiðslu. Degi síðar mælti enginn tillögunum bót á fundi í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Formaður hennar einangraðist í eigin flokki og hlýtur að segja af sér næstu daga. Sama er uppi á teningnum í báðum flokkum, fólk vill stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Líklega með breytinum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis frá lokum síðasta kjörtímabils. Lætur ekki undanbrögð bófaflokka villa sér sýn. Þjóðarsátt felur ekki í sér neina sátt við bófaflokka auðgreifanna. Nú reynir á Vinstri græn og Bjarta framtíð að taka skýra afstöðu.