Tveir eins manns flokkar

Punktar

Tveir flokkar skera sig úr. Hvor tveggja er eins manns flokkur, sem byggist bara á lýðskrumi. Sigmundur Davíð er ósamstarfshæfur og verður aldrei í ríkisstjórn framar. Auðvelt er að sjá af reynslunni, að hann vinnur ekki með öðrum og getur það hreinlega ekki. Mætir ekki í vinnu. Getur hins vegar látið illa í ræðustóli eins og sölumaður snákaolíu, sem gabbar sveitamanninn. Inga Sæland er að sumu leyti svipuð, samt ekki beinlínis klikkuð. En lýðskrumið flýtur viðstöðulaust upp úr henni. Ég á erfitt með að sjá hana í ríkisstjórn. Þau tvö eru afturhvarf til fortíðar, þegar predikarar gátu dáleitt fjölda fávita inn í rússíbana.