Þriðjungur Bandaríkjamanna er hættur að trúa á bandaríska drauminn um, að hver sé sinnar gæfu smiður, að allir geti rifið sig upp úr fátækt með stefnufestu, þolinmæði og mikilli vinnu. Margir átta sig á, að þeir hafa puðað alla ævi án þess að finna öryggi og frið á leiðarenda ævinnar. … Stéttaskipting hefur harðnað í Bandaríkjunum. Yfirstéttin endurnýjar sig sjálf í auknum mæli. Lífskjörum meðaljónsins hrakar og öryggisleysi hans magnast. Barnadauði er meiri en í Evrópu og ævilíkur styttri, fátækt meiri og fjöldi fanga margfalt hærri. Bandaríkin færast nær þriðja heiminum. …