Tveir bera ábyrgð á frostinu

Punktar

Forstjóri Landsvirkjunar sagði á fundi í vikunni, að töf á Búðarhálsvirkjun stafi af IceSave. Hörður Arnarson sagði, að möguleikar Landsvirkjunar á erlendum lánum hafi frosið. Þeir þiðni ekki fyrr en deilan um IceSave verði leyst. Þeir, sem hafa áhuga á Búðarhálsvirkjun, geta því snúið sér beint til þeirra, sem standa í vegi samnings um IceSave. Geta kvartað við formennina tvo, Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þeir bera ábyrgð á stöðvun framkvæmda við Búðarhálsvirkjun. Bera raunar ábyrgð á öllu öðru frosti í tilraunum íslenzkra fyrirtækja til að fá torsótt lánsfé í útlöndum.