Tveggja turna slagur

Punktar

Könnun MMR, sem ég sagði ykkur frá í morgun, sýnir þrjú atriði utan skekkjumarka. Sjálfstæðis og Viðreisn tapa 3,5 prósentustigum hvor, Vinstri græn vinna 8 stig. Óvenjulegt er, að kjósendur rambi svo margir svo langt milli jaðranna, frá hægri til vinstri. Án viðkomu í miðflokkunum Samfylkingunni og Pírötum. Sérstaklega er athyglisvert, að ekkert af þessu lausafylgi skilar sér til baka í sína gömlu Samfylkingu. Af þessu má ráða: 1. Vafasamt er, að ofur-lygin Viðreisn sé tveggja kjörtímabila flokkur. 2. Logi má hafa sig allan við að lífga við Samfylkinguna. 3. Hafinn er tveggja turna slagur Sjálfstæðis (26%) og Vinstri grænna (24%).