Davíð Oddsson innleiddi frjálshyggju fjármála án regluverks og eftirlits. Sem Seðlabankastjóri kjaftar hann frá sér allt vit og heyrir illa í síma. Geir H. Haarde studdi frjálshyggjuna, fyrst sem ráðherra fjármála og síðan sem arftaki Davíðs. Fjármálaeftirlitið sá jafnan um, að þjóðin héldi, að allt væri í lagi með bankana. Gaf út heilbrigðisvottorð á báða bóga. Þetta furðulega kerfi lærðu tíu til tuttugu útrásarvíkingar að nota sér. Fengu sér nokkra bankastjóra. Mest Bjöggarnir, einnig Jón Ásgeir og Hannes o.fl. Alls eru þetta tvær tylftir manna. Við skulum tala um þá núna, ekki síðar.