Tvær tungur Katrínar

Punktar

Katrín Jakobsdóttir laug því um daginn, að meira fé færi í heilsu, velferð og skóla á þessu ári en því fyrra. Hún fær þá skrítnu útkomu með því að jafnsetja krónur ársins 2017 og 2018. Allir vita þó, að krónan breytist að verðgildi milli ára. Það köllum við verðbólgu. Þótt Landspítalinn hækki um nokkrar krónur, verður hann að skera niður þjónustu um hálfan milljarð. Það þýðir, að minna fer í heilsu á þessu ári en því síðasta. Sama gildir um velferð og skóla. Katrín bætti um betur í áramótaávarpi. Sagði „gríðarlega mikilvægt“ að allir njóti velmegunar. Samt fór hún í hina áttina, til minni velmegunar, í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.