Tvær hugsanir

Punktar

Það fyrsta, sem vestrænum pólitíkusum datt í hug, þegar skæruliðar í Hamas unnu þingkosningarnar í Palestínu og komu spilltum arftökum Arafats í Fatah frá völdum, var fitja upp á trýnið. Næsta hugmynd, sem þeir fengju, var að hóta að hætta fjárstuðningi við Palestínu, ef Hamas sviki ekki loforð sín og breytti sér ekki í eins konar Fatah. Það er ekki von á góðu í vestrænum afskiptum af Palestínu, þegar við höfum stjórnmálamennm, sem ekki skilja nútímasögu og halda, að frjálsar kosningar gefi niðurstöður í samræmi við vestræna óskhyggju.