Tvær fyrirvinnur

Punktar

Hér þurfa fjölskyldur tvær fyrirvinnur til að koma sér fyrir í lífinu, til að koma upp húsnæði og börnum. Í Evrópu dugar ein og hálf fyrirvinna víðast hvar. Það þýðir, að hér komast öryrki og gamlingi, einstætt foreldri með barn ekki af. Mikill minnihluti að vísu, en samt fáránlegur. Þjóðarauður okkar er einn hinn mesti í Evrópu, en samt er þetta svona. Stafar af, að allt of miklum auði er stolið undan skatti og stungið undan skiptum. Ránið hefur staðið áratugum saman að frumkvæði bófaflokksins, Sjálfstæðisflokksins. Með traustum stuðningi Framsóknar og síðast en ekki sízt með þögn Samfylkingar og Vinstri grænna, nú undir forsæti Katrínar.