Að beztu manna yfirsýn kostar flugvöllur á Lönguskerjum 20 milljarða og flugvöllur í Hólmsheiði kostar 10 milljarða, en flugvöllur í Reykjavík eða Keflavík kostar ekkert, núll milljarða. Bezt er að nota þá aðstöðu, sem fyrir er, annað hvort í Reykjavík eða Keflavík. Til meiri þæginda fyrir Reykvíkinga er Keflavíkurvöllur og þar af leiðandi betri kostur fyrir þá, sem greiða atkvæði í kosningunum í borginni. Flugvöllur úti á Lönguskerjum er bara bull, settur fram af fólki, sem hefur ekkert vit á peningum og náttúruhamförum.