Hvaða mannvitsbrekku datt í hug að stilla upp síðu af fyrrverandi ráðherrum til að mæla með IceSave? Fisksalinn minn segir, að þjóðaratkvæðið snúist um almenning gegn silkihúfum. Við vorum já-menn í góðum gír með rökum að juða og japla baráttunni upp í nauman sigur. Koma þá ekki einhverjir vitringar og spilla henni. Sennilega eru það blaðurfulltrúar. Þeir halda, að það sé góð auglýsing fyrir vöru að stilla upp 20 fyrrverandi valdamönnum þjóðarinnar! Sem segjast hafa hugsað málið og viti vel, hvað sé þjóðinni fyrir beztu. Myndasyrpan minnir á sjóslys. Henni verður vonandi ekki aftur stillt upp.