Tunnan valt og úr henni allt

Punktar

Nú fer að koma tími til að spá í skoðanakannanir. MMR kannaði í gær og í dag og komst að athygliverðum niðurstöðum. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn eru komin niður fyrir 20%. Merkilegt er þó, að sá síðarnefndi tapar bara rúmu 1% á lögbannsmáli flokksins. Hér eftir verður erfitt að skafa meira utan af honum. Þá er bara eftir árleg minnkun vegna andláts aldraðra. Fylgishrunið er mest hjá Flokki fólksins, sem missir kjósendur í allar áttir. Mest til flokks Sigmundar Davíðs Panamagreifa, sem lengi hefur verið ófyrirleitnasti sölumaður snákaolíu. Samfylkingin og Píratar eru á uppleið, ánægjuefni fyrir miðjuna í pólitíkinni.